Frí sending þegar verslað er yfir 15.000 kr.

Pollýanna opnar í nýja vefverslun

Pollýönnu hefur lengi dreymt um að verða bleik og í dag lætur hún drauminn rætast og um leið opnar hún nýja vefverslun í nýjum vefverslunarkerfi í bleikum litum. Það er ósk okkar að með nýju kerfi náum við að auðvelda viðskiptavinum okkar að panta í vefverslun okkar og gera hana aðgengilegri.  Nýja kerfið auðveldar okkur einnig að halda utan um vörubirgðir og það besta er að nýja kerfið er búið betri tækni sem auðveldar okkur alla vinnu við að bjóða upp á afslætti á vörum. Við munum nýta okkur það og vera með afslætti af völdum vörum í hverri viku. 

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum við að panta þá ekki hika við að hafa samband við okkur með því að senda línu á okkur á pollyanna@pollyanna.is

 

14 daga skilafrestur
2-4 dagar
Bæjarlind 1-3
419-3535