Uglur bleikar - vegglímmiðar
3.900 kr
Uglu vegglímmiðarnir frá Pollý koma á tveimur 20x30 cm örkum saman í poka. Límmiðarnir eru prentaðir á veggfóðursfilmu ætlaða á málaða veggi og annað slétt yfirborð. Miðana er auðvelt að setja á vegginn og fjarlægja og þeir skilja ekki eftir sig lím. Á örkunum eru 5 sætar uglur (þar af sitja tvær á trjágrein en þrjár eru stakar), ein stök trjágrein, nokkur hjörtu og blóm.
Fallegir límmiðar í barnaherbergið, hjónaherbergið, ganginn og forstofuna.
Límmiðarnir eru íslensk framleiðsla.