Skip to content

Fylgdu okkur!

Frí sending þegar verslað er yfir 20.000 kr.

Hafðu samband við okkur

Hvernig á að velja réttu skautastærð?

Að velja rétta skautastærð.

Að velja rétta skauta er oft hausverkur fyrir foreldra, að velja réttu stærð og réttu tegund skauta er ekki alveg eins auðvelt og að kaupa strigaskó á barnið.

Stærðin skiptir miklu máli upp á að ná færni í að skauta, 

Hvers vegna er svona mikilvægt að velja rétta stærð af skautum? Það að vera lengi að æfa í skautum sem passa ekki vel á fótinn getur valið allskonar fóta vandamálum sem geta orðið langvarandi og erfitt að losna við, auk þess sem það getur dregið verulega úr frammistöðu iðkenda.

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga við valið.

Stærð: Skautar eiga helst að passa akkúrat á iðkandan, þeir mega ekki vera alltof stórir. Skauta framleiðendur segja að reynsla þeirra sé að foreldrar vilji oftast kaupa skautana aðeins of stóra til að þurfa ekki að kaupa nýja of fljót aftur ( skiljanlega). En þeir benda á að ef skautarnir eru of stórir þá hægir það um of á framförum iðkenda þar sem þeir hafa ekki eins góða stjórn á skautunum. Eins sé meiri hætta á að skautarnir skemmist fyrr og auk þessa hætt á að valda vandamálum með fætur og fótleggi barnanna.

Talið er að fætur á börnum vaxi í nokkrum stökkum eftir fyrsta árið.

1 - 3 ára. Fætur stækka að meðaltali um 1,5 mm á mánuði. 3 - 6 ára. Meðalfótur vex um 1 mm á mánuði.

7 -10 ára. Meðal fótur vex minna en 1 mm á mánuði.

Reynsla framleiðenda sýnir að mesta stækkun á sér stað yfir sumarið og því sé alveg nóg að kaupa skaut um 5-10mm of stóra, séu þeir keyptir í upphafi tímabilsins að hausti. Gott getur verið að kaupa skautanna að sumri til þegar sumarbúðir standa yfir þannig að iðkandi hafi náð að venjast þeim og skauta þá til áður en keppnistímabilið hefst á fullu. Ekki er gott að fara keppa í alveg nýjum skautum og er því mælt með að byrja aldrei að nota skauta fyrir keppni heldur geyma það eftir að hún er búin.

Til vinstri er skauti sem er of stór en til hægri er innleggið akkúrat í réttri stærð.

Sé skautin keyptur um 1 sm of stór getur verið gott að vera í bómullar sokkum fram eftir vetri en skipta síðan yfir í nælonsokka þegar fóturinn hefur stækkað aðeins, sem gefur skautaranum þá meiri pláss í skautum og betri tilfinningu fyrir skautunum. Eins er betra að klæða sig í skautanna í nælonsokkum en bómullar.

Stundum reynir maður að velja skauta stærð eftir skóstærð iðkandans, það er oftast ekki hægt því skór þurfa að hafa meiri sveigjanleika í sér en skautar og þeir eru því oft lengri en skautar. Skautastærðir eru gefnar upp í mm lengd og passa því ekki alltaf við skóstærðir sem svo aftur er oft mismunandi eftir framleiðendum.

Við mælum fótinn í þar til gerðu mælitæki frá framleiðendum og látum iðkendur máta þá stærð sem við teljum næst því að vera rétt stærð. Oftast borgar sig að vera í skautanum í 5-10 mín til að venjast honum og tilfinningu fyrir honum. 

 

Foreldrar telja sig oft vera spara með að kaupa of stóra skauta, en raunin er sú að of stórir skautar, draga úr hæfni iðkandans til að ná þeirri tækni sem þarf, framfarir verða oft hægari, skautarnir skemmast fyrr, auk þess sem of stórir skautar geta valdið blöðrum og sárum sem getur verið erfitt að vinda ofan af. 

Skautar sem eru um 1 sm of stórir ættu að gefa barninu að öllu jöfnu nægt svigrúm til að stækka yfir veturinn og vera þægilegir að vera í og hjálpa honum að ná góðri færni í íþróttinni. 

 

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

14 daga skilafrestur

2-4 dagar

Smiðjuvegur 74, gul gata

419-3535